Hollustuhættir

Húsnæði og varasöm efni

Heilbrigðiseftirlitið:

  • Gerir reglulegar  úttektir á húsnæði þar sem ýmiss konar þjónusta er veitt og mikið reynir á hreinlæti.  Lögð er áhersla á  húsnæði þar sem almenningur kemur saman eins og t.d. í skólum, leikskólum, leikvöllum, sundstöðum, íþróttahúsum, leik- og kvikmyndahúsum.
  • Fylgir eftir kröfum sem gerðar eru til húsnæðis fyrirtækja og sér til þess að umgengni um húsnæði og athafnasvæði valdi ekki heilsutjóni.
  • Leitast er  við að koma í veg fyrir að heilsuspillandi leiguhúsnæði sé boðið fólki til íbúðar.
  • Fylgir því eftir að varasöm efni á borð við málningarvörur, hreinsiefni og þess háttar sem  víða eru í notkun séu varnaðarmerkt.   Lögð er áhersla á að  merkingar á varasömum efnum séu réttar og upplýsingar um hugsanlega skaðsemi og viðbrögð séu fyrir hendi á umbúðum.